Gler Gróðurhús
Home / Gler Gróðurhús
Home / Gler Gróðurhús
Gler gróðurhús. Smelltu á myndirnar fyrir frekari upplýsingar um stærðir og verð
Serralux Gróðurhús - 1,5m á breidd
Serralux Gróðurhús - 2,25m á breidd
Serralux Gróðurhús - 2,7m á breidd
Serralux Gróðurhús - 3,0m á breidd
Serralux Retro Gróðurhús - 3,0m á breidd
Maxi Serralux Gróðurhús - 3,71m á breidd
Serralux Wek Gróðurhús - 3,0m á breidd
Paradiso Gróðurhús - 3,0m á breidd
Cardinal sexstrent Garðhús - 3,0m á breidd
Maxi Cardinal áttstrent Garðhús - 4,0m á breidd .
Gróðurhúsin frá Filclair Serren hafa verið á íslenskum markaði í um 20 ár og reynst einstaklega vel í mjög krefjandi og síbreytilegu veðurfari Íslands – hvort sem þau eru staðsett í skjólsælum görðum eða úti á berangri.
Húsin eru framleidd í Belgíu úr endurunnu áli. Sérstaða húsanna frá Filclair Serren og það sem um leið gefur þeim sinn mikla styrk og góðu endingu eru styrktarbitarnir sem við látum sérsmíða í húsin fyrir okkar krefjandi aðstæður.
Gróðurhúsin fást í miklum fjölda útfærslna og lita til að mæta fjölbreyttum óskum okkar viðskiptavina.
Frá upphafi hafa húsin verið tekin með mjög öflugum styrktarbitum sem ýmist eru 1, 2 eða 3 eftir lengd húsanna. Styrktarbitarnir eru úr sterkri járnskúffu sem skrúfast innan á grind gróðurhússins og kemur í sama lit og húsið. Þverbiti er á efri hluta styrktarbitans til að draga úr hliðarátaki á húsin sem annars fylgir sterkum hliðarvindum og vindhviðum.
Þó vindur og mikið snjóálag sé líka þekkt sumstaðar erlendis eru aðstæður þannig víða hér að ef gróðurhús eru staðsett á berangri þá eru mun fleiri dagar með sterkum vind sem reynir á húsin en í flestum öðrum löndum.
Styrktarbitarnir draga mjög mikið úr því álagi sem grind gróðurhússins og annað burðarvirki verður annars fyrir og tryggja langa og áfallalausa endingu gróðurhúsanna. Hér fyrir neðan má sjá hvernig styrktarbiti lítur út í uppsettu gróðurhúsi.
Hefðbundið gler eins og er standard í gróðurhúsunum okkar brotnar í stórum stykkjum ef þau verða fyrir miklu höggi Þessi glerbrot geta verið oddhvöss.
Hert gler aftur á móti er heldur sterkara og molnar niður í aragrúa lítilla bita.
Reynsla okkar síðustu 20 ár er að vegna þess mikla styrks sem styrktarbitarnir í húsunum okkar veita sé það einungis við allra erfiðustu aðstæður sem þörf sé á að nota hert gler í gróðurhúsin okkar frá Filclair.
Holplast er aftur á móti 2 laga plastplata með holrúmi á milli sem býr til aðeins einangrun og stuðlar þannig að minna hitatapi úr húsinu. Holplastið hefur tilhneygingu til að mattast með tímanum en hleypir samt í gegn nægjanlegri birtu fyrir plönturnar.
Glerhúsin koma upprunalega í ál-lit en hægt er að velja úr 9 öðrum RAL litum sem að sjá má hér fyrir neðan. Viðbótarverð fyrir þessa liti er 30% hækkun á grunnverði.