Home / Íbúðarhús og sumarhús
Lágafell sérhæfir sig í innflutningi og sölu á íbúðar- og sumarhúsum sem koma nánast fullbúin til landsins frá samstarfsaðilla okkar í Litháen. Það þýðir að þegar húsin koma til landsins eru allir veggir fullfrágegnir, gólfefni komin á gólf og innréttingar á baði og eldhúsi uppsettar. Raflagnir og töflur eru uppsettar ásamt vatnslögnum og frárennsli. Vinna við frágang húsanna á byggingarstað er því mjög lítill og tekur oftast í kringum viku. Sú vinna felst í lokafrágangi á samskeytum húseininga að utan og innan auk teninginga á rafmagni og lögnum við húsin.
Fullbúin hús eftir óskum kaupenda sem framleidd eru úr þurrkuðu timbri innandyra í stórri húsaframleiðsluverksmiðju í Litháen. Verksmiðjan er með ISO 9001 og 14001 gæðavottnir á allri sinni framleiðslu. Ef húsin eru stærri en ca 50m2 koma húsin yfirleitt í 2 eða fleiri hlutum til landsins sem við setjum svo saman á byggingarstað.
Innifalið í verðtilboðum okkar er allur frágangur á húsinu sjálfu að innan og flutningur til Reykjavíkur.
Kaupandi þarf að undirbúa byggingarlóð og steypa sökkulbita sem liggja langsum undir húsunum og húsin koma til með að sitja á. Einnig sér kaupandi um allan kostnað við lagningu og tengingar á rafmagni og öðrum lögnum að húsinu og við húsið.
Flutningur frá Reykjavík og á byggingarstað er á kostnað kaupanda ásamt hífingum á húseiningunum á sökkulveggi.
Einn helsti kostur þessara húsa er hversu einfalt er að flytja þau burtu aftur ef aðstæður eiganda breytast og má þá jafnvel fjarlægja sökkulveggi líka og koma fyrir á nýjum byggingarstað.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af húsum sem við erum að klára uppsetningu á.
Annars vegar er um að ræða 99m2 Einbýlishús með um 20m2 geymslu við endan sem verður klætt með litaðri stálklæðningu að utan.
Hins vegar er um að ræða 4 íbúðir 53 og 66m2 í 2 parhúsum sem eru staðsett á Borgarfirði eystri.
Smelltu á myndirnar til þess að stækka þær