Sumarhús 68,5m2
Almenn lýsing – Íbúðarhús/Sumarhús
Húsið kemur mikið til fullbúið til landsins í 2 hlutum en ákveðnir verkþættir er varða lokafrágang eru unnir á verkstað af seljanda.
Frágangur á undirlagi, plönum og sökkulbitum undir húsin eru á kostnað kaupanda. Kaupandi ber einnig allan kostnað af lagningu og tengingu lagna við húsin. Allar lagnir hvort sem er rafmagn, vatn eða frárennsli eru tilbúnar í húsunum þegar þau koma til landsins og aðeins eftir að tengja við lagnir í sökkli.
Almennt þá koma húsin með flutningaskipi á til Reykjavíkur. Kaupandi greiðir kostnað við flutning og hýfingu húsanna frá Reykjavík og á byggingarstað. Ef húsin eiga að flytjast langa vegalengd innanlands er mögulegt að nýta strandflutninga en það skoðast í hverju tilfelli.
Starfsmenn seljanda sjá til þess að stilla húsin af á sökkulbitunum og festa þau niður. Í kjölfarið tekur við lokafrágangur seljanda á samskeytum bæði innan og utandyra ásamt klæðningum á þak og öðru er lítur að ytri og innri frágangi húsanna. Seljandi líkur þeirri vinnu fljótt og vel í samvinnu við kaupanda og skilar húsunum tilbúnum til að flytja inn í þau. Allur kostnaður við ofangreinda vinnu er á kostnað seljanda.
Algengt fermetraverð á þessum húsum er á bilinu kr: 300-340.000.- en það innifelur allar greiðslur til seljanda fyrir fullfrágengið hús samkvæmt ofangreindri lýsingu. Kostnaður við Byggingarstjórn og teikningar er innifalinn.
Uppbygging veggja, gólfs og þaks.
Þak. stálklæðning í lit að eigin vali– lektur 28x75mm – loftunargrind 22×45 – öndunardúkur – sperrur 225 x 45mm C24/einangrun 230mm – rakavarnaplast PE 0,2mm – lagnagrind 34×50 – Huntonit loftaplötur
Þakskegg er 3 borð og undirklæðning er úr timburlistum. Rennur eru úr plasti og koma utaná þakskegg. Þakhalli er 14°
Útveggir. Standandi klæðning úr bandsöguðu efni lárétt grind 28×45- lóðrétt grind (loftun) – öndunardúkur – OSB 9mm plata – vegggrind 145×45 C-C600/ einangrun 150mm –Rakavarnaplast PE 0,2mm – rafmagnsgrind – Forestia 12mm.
Hægt að fá stálklæðningu á útveggi gegn aukagreiðslu og eins er val um liti á klæðningu.
Innveggir. Málaðar Forestia 12mm plötur– uppistöður 66x42mm cc600/ einangrun 70mm – málaðar Forestia 12mm. Veggir Baðherbergis eru klæddir með FIBO flísaplötum.
Gólf. Vinil parkett frá Tarkett að eigin vali– Forestia 22mm – 195x45mm C24 cc400 /195mm einangrun – OSB 9mm. Gólfhitalagnir eru valmöguleiki.
Gluggar eru úr PVC. Gluggar koma með 10-15sm opnunarlæsingu auk fullrar opnunar.
Loft eru upptekin nema í baðherbergi og anddyri þar sem loft er niðurtekið. Öll loft eru klædd með hvítri Huntonit klæðningu.
Gólf (nema baðherbergi) eru klædd með Vinilparketi frá Tarkett. Baðherbergi er með gólfdúk að eigin vali frá Tarkett.
Eldhús og baðinnréttingar koma frá IKEA og mun verkkaupi senda tillögu að hvernig þær skuli líta út sem seljandi mun leitast eftir að fylgja nema vandræði verði með að skaffa einhverja sértæka hluti. Innréttingarnar koma uppsettar í húsunum til landsins.
Baðherbergi. Gert er ráð fyrir að í sturturými sé lítillega hallandi gólf og 80sm breitt gler 8mm þykkt sem afmarki sturtuklefann.