Skip to content
  • Forsíða
  • Sjálfvökvandi pottar
  • Gróðurhús
    • Gler Gróðurhús
    • Plast Gróðurhús
    • Aukahlutir
  • Íbúðarhús og sumarhús
  • Panta – Hafa samband
  • Karfa

Home /

By Jakob janúar 22, 2021

Gróðurhúsin

Gróðurhúsin okkar.
Gróðurhúsin frá Filclair Serren hafa verið á íslenskum markaði í tæp 25 ár og reynst einstaklega vel í mjög krefjandi og síbreytilegu veðurfari Íslands. Á þessum tíma hafa um 1.300 gróðurhús verið reist um allt land við ýmisskonar aðstæður, jaft í skjólsælum görðum og á berangri.

Þessi langa reynsla ásamt samvinnu við viðskiptavini okkar hafa gert okkur kleift að þróa fjölbreyttar lausnir til að styrkja húsin enn frekar og aðlaga fyrir íslenskar aðstæður.

Húsin eru framleidd í Belgíu úr endurunnu áli og fást í miklum fjölda útfærslna og lita til að mæta fjölbreyttum óskum viðskiptavina okkar.

 

Styrktarbitarnir okkar

Gróðurhúsin frá Filclair Serren hafa staðið af sér válind og krefjandi veður á Íslandi í tæp 25 ár. Frá byrjun höfum við látið sérsmíða öfluga styrktarbita inn í sjálf húsin sem ýmist eru 1,2 eða 3 eftir lengd gróðurhúsanna og fyrirhugaðri stasetningu með tilliti til veðurfars. Styrktarbitarnir eru úr sterkbyggðum járnprófílum sem festast innan á grind gróðurhússins og eru í sama lit og húsið. Láréttur þverbiti er á efti hluta styrktarbitans til að draga úr hliðarátaki á húsin sem annars fylgir sterkum vindum og vindhviðum sem koma á hliðar gróðurhúsanna.

Þó vindur og mikið snjóálag sé líka þekkt erlendis eru aðstæður hérlendis víða slíkar að gróðurhús sem eru staðsett í litlu skjóli eru undir vindálagi mjög marga daga á ári og því skiptir miklu máli að í húsunum séu viðbótarstyrkingar, til að tryggja að húsin þoli þetta álag til lengri tíma. Auk styrktarbitanna okkar getum við boðið fjölbreytt úrval annarra styrkinga fyrir húsin sem við skoðum hvort þörf sé á að nota í hverju tilfelli fyrir sig.

Styrktarbitarnir okkar og aðrar styrkingarlausnir sem við bjóðum draga mjög mikið úr því álagi sem álgrind húsanna verður annars fyrir og tryggja langa og áfallalausa endingu gróðurhúsanna. Hér fyrir neðan má sjá hvernig styrktarbiti lítur út í uppsettu gróðurhúsi.

Mismunandi gerðir glers

Hefðbundið gler eins og er standard í gróðurhúsunum okkar brotnar í stórum stykkjum ef þau verða fyrir miklu höggi Þessi glerbrot geta verið oddhvöss.

Hert gler aftur á móti er heldur sterkara og molnar niður í aragrúa lítilla bita.

Reynsla okkar síðustu 20 ár er að vegna þess mikla styrks sem styrktarbitarnir í húsunum okkar veita sé það einungis við allra erfiðustu aðstæður sem þörf sé á að nota hert gler í gróðurhúsin okkar frá Filclair.

Holplast er aftur á móti 2 laga plastplata með holrúmi á milli sem býr til aðeins einangrun og stuðlar þannig að minna hitatapi úr húsinu. Holplastið hefur tilhneygingu til að mattast með tímanum en hleypir samt í gegn nægjanlegri birtu fyrir plönturnar.

Cart

Lágafell – verslun og byggingar ehf.

Gróðurhús, Garðhús, Blómapottar, Íbúðarhús og Sumarhús

Völuteigur 4, 270 Mosfellsbær
Sími: 846-7014 (Laufey)  895-4152 (Finnbogi)

kt. 640504-2420
vsk. nr:83229


© 2025 - Lágafell - verslun og byggingar | WordPress Theme By A WP Life | Powered by WordPress.org